Fagra nýja Ísland

Ingibjörg Sólrún sat í Kastljósinu í kvöld og hélt dauðahaldi í stólinn sinn eins og hún er orðin vön. Ég hélt að ég ætti aldrei eftir að sjá þessa vonarstjörnu vinstri manna á Íslandi verja purkunarlaust frændhyglispot, klúður og lögbrot manna eins og Árna Mathiesen. Hún stamaði eitthvað um að það væri vissulega vont að gera mistök og lauk máli sínu svona: „blablablabla bla bla blabla blabla.“ Þetta er kannski ekki nákvæmlega orðrétt tilvitnun, en efnislega það sem hún sagði.

Ég held að mér hafi blöskrað mest þegar hún sagði að það ætti ekki að þvinga neinn til að segja af sér en menn ættu kannski að standa upp “ til að auka sátt í samfélaginu.“ Það á semsagt ekki að henda neinum fyrir ljónin en ef einhver vill kasta sér sjálfviljugur fyrir þau þá má hann eða hún gera svo vel. Þetta sýnir að Ingibjörg sér engan tilgang í uppsögnum valdamanna nema til þess friða óánægðan almenning. Á mannamáli er þetta ýmis kallað blinda eða hroki nema bæði orðin séu notuð saman.

Imbu varð tíðrætt um það nýja Ísland sem verið væri að byggja upp. Ég get ekki betur séð en örlög þess verði hin sömu og Fagra Íslands sem Samfylkingin seldi okkur fyrir sannfæringu okkar í aðdraganda kosninga en gaf síðan í samningaviðræðum fyrir nokkra þægilega stóla og aðgang að langþráðum kjötkötlum. Ingibjörg á ekki siðbót fyrir rassinn á sér. Þess vegna situr hún svona fast.

8 svör to “Fagra nýja Ísland”

  1. Lana Kolbrún Eddudóttir Says:

    Satt segirðu. Nú er hart í ári hjá okkur smáfuglunum og langt til vors…

  2. Haraldur Hansson Says:

    Sorglegt þegar réttlát ósk um pólitíska ábyrgð er afgreidd sem óréttlát krafa um sakfellingu. Ingibjörg Sólrún gerði ekki greinarmun á þessu í Kastljósi í kvöld.

  3. baun Says:

    &% %% ##Ingibjörg Sólrún““! %Samfylking%&$ / && #“$!!!!!!!!!

    afsakið orðbragðið.

  4. Þórdís Says:

    Ingibjörg Sólrún er ömurlegur hrokaskítaráðherra með valdasýki! Ég held að hún sé ekki blind – bara valdagráðug og hrokafull. Velst ómögulegt fólk á þing eða smitast menn af einhverri siðblinduveiru þarna niðurfrá?

  5. Gísli Says:

    Kveðum Ingibjörgu í kútinn…

  6. HT Says:

    Situr þjóðin sár og örg
    skilja vill við frúna
    Segðu af þér Ingibjörg
    ekki seinna en núna!

  7. 101 Says:

    Það er ekki við hæfi að nota orðið „vinstri“ í sömu setningu og rætt er um forystu Samfylkingarinnar.

  8. Hafþór Kristjánsson Says:

    Er Ingibjörg ekki bara veikari en hún gerir sér grein fyrir.

Færðu inn athugasemd