Lúðvík hinn sigldi

Lúðvík Bergvinsson sem mér skilst að sé þingflokksformaður Samfylkingarinnar vakti verðskuldaða athygli fyrir hástemmdan kjaftavaðal í Kastljósinu í gærkvöldi. Hann sagði Björgvin G Sigurðsson ekki hafa vitað um aðkomu KPMG að rannsókn á Glitni fyrr en gær. Þetta hafði Lúðvík staffírugur eftir ráðherranum sem hann sagði hafa upplýst þingflokkinn um málið á góðum fundi. Kastljósið var varla slokknað þegar Björgvin þreif upp æluna eftir Lúlla og sagðist nú hafa vitað um aðkomu KPMG allan tímann en ekki gert sér grein fyrir of nánum tengslum. Þar er Björgvin eflaust að vísa til þess að Jón Sigurðsson forstjóri Stoða sem áttu stærstan hlut í Glitni er sonur Sigurðar þess sem stýrir KPMG.

Gott og vel.

Kannski hljóp Lúðvík á sig eða svaf hann ef til vill á þingflokksfundinum þar sem Björgvin sagði kannski þetta eða eitthvað allt annað.

Ég held að Björgvin og Lúðvík ljúgi báðir. Lúðvík því hann er þægur og veit ekki betur og kannski vill hann verja þótt í smáu sé þá örlátu menn sem forðum buðu honum til veislu um borð í Thee Viking í Florida hérna um árið. Lúðvík er ekki mikill maður og hlutur hans smár en hann gleymir ekki þeim sem gera vel við hann þegar þeir hinir sömu hafa eignast banka og lenda í vandræðum með hann.

Þegar umræða reis um hlutleysi þeirra Valtýs Sigurðssonar ríkissaksóknara og Boga Nilssonar í tengslum við fyrirhugaða rannsókn á hruni bankanna kom hvað eftir annað fram hver tengsl Jóns Sigurðssonar forstjóra Stoða væru við sinn góða föður hjá KPMG og var þetta tekið sem dæmi um vanda manna í smáu samfélagi þar sem frændgarðar eru víða fyrir. Kannski les Björgvin G. ekki blöðin reglulega eða vel en ég held samt að honum hefði mátt vera vel kunnugt um þessi tengsl. Um þessi vensl hefur verið rætt á netinu í tvær ef ekki þrjár vikur en Björgvin hefur kannski ekki ráðrúm til að lesa það sem þar er skrifað.

Ef ekki, þá hefði þetta borist í tal milli hans og Sigurðar G. Guðjónssonar lögfræðings sem hefur komið að stjórnarsetu hér og þar m.a. í Glitni og starfað fyrir Stoðir. Sigurður er stálminnugur maður og skarpari en almennt gerist og þekkir mörgum betur ýmsa þræði íslensks samfélags. Sigurður og Björgvin eru svilar, giftir systrum og því ekki goðgá að ætla að milli þeirra séu náin tengsl. Að Sigurður sem einnig má ætla að þekki reglur um vanhæfi og skyldi ekki benda Bjögga svila sínum á þessa gloppu er vægast sagt ótrúlegt.

Það getur vel verið að Björgvin telji sig geta forðað sér á hlaupum og borið því við að hann viti fátt og helst ekkert sem kemur honum illa en ég trúi honum ekki frekar en Lúðvík.

5 svör to “Lúðvík hinn sigldi”

  1. bakstunginn Says:

    ÞEir lesa Lísu í Undralandi og Andrés Önd.

  2. Ægir Geirdal Says:

    Auðvitað er Lúðvík Bergvinsson að reyna að sleikja upp J.Á.J.,svo honum verði e.t.v. boðið um borð í snekkjuna hennar Ingibjargar Pálma.Þessum
    kumpánum er ekkert heilagt nema að ríghalda í bitlingana.Málflutningur
    Björgvins,viðskiptaráðherra,jaðrar stundum við hreinan hálfvitaskap!!Hann
    man ekkert aðra stundina en allt í einu sér hann ljósið og opinberar sig oft
    sem algjöran aula.Það dugar ekkert að hafa “Babyface“Björgvin,ef engin heilindi eru á bak við.Segðu af þér og e.t.v.færðu þá 5 atkvæði í næstu kosningum.Gettu frá hverjum?Kastljósið var frábært og sérstaklega fagmannleg vinnubrögð Helga Seljan.Þar er alvörufréttamaður á ferðinni.
    Sama efni fékk Egill Helgason fyrir tæpum tveim mánuðum,en ákvað að hafast ekkert að,enda að safna kröftum fyrir aukna hörku!Nú er hann á förum og linast allur og verður mjúkur í sólinni.Netið er okkar afl og þeir
    geta ekki komið í veg fyrir það.Ekki láta tala ykkur niður,með ómerkilegum
    málflutningi um að þið séuð svo lítilfjörleg.Við og þið skiptið öll máli og það
    sem þið hafið til málanna að leggja.Sameinuð erum við sterk,öll saman.

  3. SJ Says:

    Afhverju hefur enginn fjölmiðill spurt Lúðvík útí þessa meintu ferðir hans til Miami? Skiptir þetta engu máli?

  4. Sveinn T Says:

    Eigum við ekki að treysta því að Kastjós fylgi málinu rækilega eftir til að fá úr því skorið hvort Bjöggi ljúgi og Lúlli kói svona klunnalega eða hvort Kastjós hafi bara misskilið þetta allt saman og Bjöggi sé í versta falli ekki með á nótunum.

  5. HT Says:

    Læsu þau Lísu létu þau betur!

Færðu inn athugasemd